Innlent

Fyrstu hvalirnir komnir á land

Höskuldur Kári Schram skrifar

Kjötið af langreyðunum sem voru skotnar í gær verður selt á innlendum og erlendum mörkuðum að sögn Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf. Hann segist þegar vera búinn að finna kaupendur og er bjartsýnn á að hvalavertíðin verði góð. Höskuldur Kári Schram var í Hvalfirði í dag.

Þrjár langreyðar voru skotnar suðvestur af landinu þrátt fyrir lélegt skyggni

"Þeir voru alveg komnir að hvölunum þegar þeir sáu þá. Við erum mjög háðir veðri þannig að ef skyggni er slæmt þá erfitt að eiga við þetta og eins ef það er þoka þá gerir þú ekki neitt og ef það er bræla þá gerir þú heldur ekki neitt, þannnig að þetta er mjög háð veðri," segir Kristján.

Mannskapurinn sötraði kaffi á meðan beðið var eftir fyrsta hvalbátnum sem var sigla inn fjörðinn um klukkan fimm nú síðdegis.

En hvað með markað fyrir þetta kjöt?

"Það er ágætis markaður. Það hefur aldrei verið vandamál. Hérna innanlands og í japan," segir Kristján og bætir við að hann sé kominn með kaupendur í Japan fyrir allt kjötið og miklu meira til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×