Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni 20. apríl 2010 05:00 Þessi mynd af Davíð Garðarssyni var tekin þegar hann var á flótta undan réttvísinni í útlöndum. Hann hefur áður verið bendlaður við stór fíkniefnamál. Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira