Fótbolti

Myndasyrpa úr leik Ísraels og Íslands

Nordic Photos / AFP

Ísrael vann í kvöld 3-2 sigur á íslenska landsliðinu í vináttulandsleik sem fór fram í Tel-Aviv í kvöld.

Ísland lenti 3-0 undir strax í fyrri hálfleik en Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason náðu að hleypa spennu í leikinn með tveimur mörkum undir lok leiksins.

Nær komust íslensku strákarnir þó ekki en myndasyrpu úr leiknum má skoða með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.



Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í Tel-Aviv í kvöld.
Alfreð Finnbogason skoraði eitt og átti þátt í öðru hjá Íslandi.
Kolbeinn er hér í strangri gæslu varnarmanna Ísrael.
Eggert Gunnþór Jónsson fer í tæklingu.
Eggert enn í baráttunni.
Ísraelar fagna einu marka sinna.
Alfreð og Rami Gershon, leikmaður Ísraels.
Birkir Már Sævarsson.
Kolbeinn og Steinþór Freyr Þorsteinsson fagna eftir mark þess fyrrnefnda.
Birkir Bjarnason og Dani Bondary.
Steinþór Freyr og Omer Damari sem skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik með Ísrael í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×