Fótbolti

Zoltan Gera: Völlurinn hjálpaði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zoltan Gera skoraði tvívegis gegn Juventus.
Zoltan Gera skoraði tvívegis gegn Juventus.

Zoltan Gera fékk ekki að taka þátt í fagnaðarlátum Fulham eftir sigurinn ótrúlega gegn Juventus í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Fulham komst áfram með því að vinna 4-1 sigur á heimavelli en Juventus vann á Ítalíu 3-1. Gera var settur í lyfjapróf eftir leik og tók því ekki þátt í stemningunni í klefanum.

„Þetta var ótrúlegt kvöld. Ég held að völlurinn okkar hafi ekki farið vel í Juventus. Craven Cottage er mjög lítill leikvangur og áhorfendur eru nálægt. Mun nær en þekkist annarstaðar, sérstaklega á Ítalíu," sagði Gera.

„Andrúmsloftið var frábært. Það hjálpar okkur að leika á svona litlum leikvangi. Ég held að kannski hafi þetta verið besti leikur sem leikinn hefur verið á Craven Cottage. Fyrir leikmenn, stuðningsmenn og alla sem eru tengdir félaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×