Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli 10. júní 2009 18:45 Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent