Nene leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni Arnar Björnsson skrifar 18. september 2009 11:00 Nene í leik með Monakó. Nordic photos/AFP Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum. Erlendar Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum.
Erlendar Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti