Körfubolti

NBA: Cleveland lagði Orlando

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

LeBron James og Mo Williams skoruðu samtals 64 stig fyrir Cleveland í nótt er liðið spilaði flottan körfubolta og lagði Orlando að velli. James skoraði 36 stig.

Sigurinn var sætur eftir að Orlando hafði skellt Cleveland í úrslitakeppninni í fyrra, 4-2.

Dwight Howard lét lítið til sín taka í liði Orlando. Hann fékk tvær villur á fyrstu þrem mínútunum fyrir að brjóta á Shaq. Hann endaði með 11 stig og 7 fráköst.

Vince Carter var stigahæstur hjá Magic með 29 stig.

Úrslit næturinnar:

Toronto-Chicago  99-89

Indiana-Golden State  108-94

Boston-Utah  105-86

Detroit-Charlotte  98-75

NJ Nets-Philadelphia  79-82

NY Knicks-Atlanta  101-114

Minnesota-Portland  84-107

Orlando-Cleveland  93-102

Milwaukee-Denver  108-102

Houston-Memphis  104-79

San Antonio-Dallas  92-83

LA Clippers-Oklahoma  79-83

Phoenix-New Orleans  124-104

 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×