Innlent

Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn

Viðskiptafélagi Sigurðar er enn fremur stjórnarmaður í fyrirtækinu sem auglýsti bátinn til leigu fyrr á árinu.Mynd/ólafur björnsson
Viðskiptafélagi Sigurðar er enn fremur stjórnarmaður í fyrirtækinu sem auglýsti bátinn til leigu fyrr á árinu.Mynd/ólafur björnsson

Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli.

Viðskiptafélaginn situr í stjórnum tveggja fyrirtækja í eigu Sigurðar og hefur tengst honum í gegnum nokkur önnur fyrirtæki sem nú eru farin í þrot.

Þessi sami viðskiptafélagi Sigurðar er auk þess endurskoðandi fyrirtækisins Shark ehf., bátaleigu sem stofnuð var af Jónasi Árna Lúðvíkssyni og Árna Hrafni Ásbjörnssyni. Jónas og Árni sitja báðir í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Jónas er grunaður um að vera annar af höfuðpaurunum í málinu og Árni Hrafn var handtekinn um borð í skútunni Sirtaki á flótta undan lögreglu.

Þá var einnig leitað í húsi í eigu Sigurðar í Kaupmannahöfn í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða, sem kom upp á Fáskrúðsfirði árið 2007. Þá var 40 kílóum af fíkniefnum smyglað til landsins.

Ársæll Snorrason, góðvinur Sigurðar, situr einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir þriðja manninum, Gunnari Viðari Árnasyni, var framlengt um viku í gær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×