Fótbolti

Kosið hjá Real þann 14. júní

Florentino Perez landaði David Beckham til Real á sínum tíma
Florentino Perez landaði David Beckham til Real á sínum tíma Nordic Photos/Getty Images

Geturðu útvegað 10 milljarða bankaábyrgð? Ertu spænskur? Hefurðu borgað félagsgjöldin þín hjá Real Madrid síðustu 10 ár? Ef þú svarar þessum spurningum játandi, getur þú orðið næsti forseti félagsins.

Í dag var tilkynnt að forsetakosningarnar hjá spænska félaginu Real Madrid verði þann 14. júní, þar sem eftirmaður Ramon Calderon verður fundinn.

Calderon sagði af sér í janúar og er fyrrum forseti félagsins, Florentino Perez, talinn líklegastur til að hreppa hnossið. Perez hefur þó enn ekki staðfest framboð sitt formlega.

Perez var maðurinn á bak við Galactico-tímabilið hjá Real og keypti þangað menn eins og David Beckham, Luis Figo, Ronaldo og Zinedine Zidane á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×