Körfubolti

Óvíst með endurkomu Yao Ming

Ómar Þorgeirsson skrifar
Yao Ming í leik með Rockets.
Yao Ming í leik með Rockets. Nordic photos/Getty images

Forráðamenn Houston Rockets eru enn í myrkrinu yfir meiðslum miðherjans Yao Ming sem gæti í versta falli misst af öllu næsta keppnistímabili í NBA-deildinni eftir að hafa fótbrotnað á vinstri fæti í annarri umferð úrslitakeppninnar gegn LA Lakers í Maí síðastliðnum.

Fyrst var talið að Ming gæti snúið aftur eftir tvo til þrjá mánuði en læknar Houston eru nú hræddir um að ferill leikmannsins gæti verið á enda.

Stjörnumiðherjinn sjálfur er þó vongóður um framhaldið.

„Ég er mjög bjartsýnn um að ég geti snúið aftur og spilað körfubolta. Þetta snýst bara um að ná fullum bata og leggja sig fram í endurhæfingunni," segir í yfirlýsingu frá Ming.

Þá bíða Rockets einnig eftir endurkomu skotbakvarðarins Tracy McGrady sem fór í aðgerð á hné í febrúar en búist er við því að hann missi alla vega af byrjun næsta keppnistímabils.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×