Innlent

Sigríður Benediktsdóttir ekki vanhæf

Rannsóknarnefndin.
Rannsóknarnefndin.
Þeir Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Benediktsdóttir, samstarfskona þeirra í Rannsóknarnefnd Alþingis sé ekki vanhæf vegna ummæla sem hún viðhafði í viðtali við Yale Daily News þann 31. mars síðastliðinn.

Jónas Fr. Jónasson, fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gerði athugasemd við ákveðin ummæli Sigríðar í viðtalinu og fór fram á að Sigríður myndi víkja úr nefndinni. Jónas afhendi formanni nefndarinnar, Páli Hreinssyni kvörtunarbréf þess efnis. Páll áframsendi erindið til forsætisnefndar Alþingis en forsætisnefndin komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að í ljósi eðlis og sjálfstæðis rannsóknarnefndarinnar væri það ekki hlutverk forsætisnefndar Aþingis að meta hæfi nefndarmanna í rannsóknarnefndinni og sendi því málið á ný til nefndarinnar.

Þeir Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson, sem sitja í nefndinni ásamt Sigríði, sendu svo frá sér ákvörðun um hæfi í dag. Þar kemur fram að þótt „hluti ummælanna feli í sér huglægt mat eru þau almenns eðlis. Þar er ekki skírskotað til nafngreindra einstaklinga eða tilgreindra stofnana eða einkafyrirtækja ... Þegar litið er til þessa, efnis erindis Jónasar Fr. Jónssonar og það virt hversu almenn hin tilvitnuðu ummæli Sigríðar Benediktsdóttur eru, verður ekki talið að hún hafi gert sig vanhæfa til að fara með afmarkaða þætti í rannsókn nefndarinnar á grundvelli reglna um sérstakt hæfi eins og mál þetta liggur fyrir nefndinni," segir meðal annars í ákvörðun þeirra félaga.

Ákvörðunina í heild má lesa hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×