Stór skref í haust Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 17. júní 2009 06:00 Franek Rozwadowski Mynd/Arnþór „Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin. Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin.
Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira