Kosningastjóri Björgvins tók við Baugsstyrk 24. apríl 2009 14:31 Kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar tók viið Baugsstyrk árið 2006. „Ég man vel eftir að hafa fengið styrkinn, það var ég sem bað um hann," segir Tómas Þóroddsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en áður hafði verið þrætt fyrir tilurð styrksins. Það var Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur, sem neitaði að framboð Björgvins hafði þegið styrk frá Baugi upp á 300 þúsund krónur. Sigurður sá um að greiða reikninga og gera upp prófkjörsbaráttu Björgvins. Nú segir kosningastjóri Björgvins, Tómas, að hann muni vel eftir að hafa fengið styrkinn árið 2006. Spurður hversvegna Sigurðu G. Guðjónsson hafi enga vitneskju um styrkinn, eftir að hafa gert upp kosningabaráttuna, svarar Tómas: Það eina sem mér dettur í hug er að þetta sé einhver misskilningur." Spurður afhverju eða hvernig styrkur upp á 300 þúsund krónur hafi ekki skilað sér í bókhaldið, segist Tómas ekki gera sér grein fyrir því í augnablikinu, hann þurfði að skoða málið betur. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur af Baugi. Sigurður sagði á Vísi fyrr í dag: „Ég þarf að sjá hvort 300 þúsund krónur hafi komið inn vegna þessa en það fæ ég bara að sjá á eftir, allt er þetta til í bókhaldi. Ég hef ekki logið neinu, ég sagði þeim bara að ég kannaðist ekki við það að Baugur hefði styrkt framboðið." Ekki hefur náðst í Björgvin G. Sigurðsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Algjörlega ómeðvitaður um Baugsstyrk Björgvins Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segist þurfa að sannreyna hvort Baugur hafi styrkt Björgvin G. Sigurðsson í prófkjörsbaráttu hans fyrir síðustu kosningar til Alþingis. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 12:09 Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 11:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Ég man vel eftir að hafa fengið styrkinn, það var ég sem bað um hann," segir Tómas Þóroddsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en áður hafði verið þrætt fyrir tilurð styrksins. Það var Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur, sem neitaði að framboð Björgvins hafði þegið styrk frá Baugi upp á 300 þúsund krónur. Sigurður sá um að greiða reikninga og gera upp prófkjörsbaráttu Björgvins. Nú segir kosningastjóri Björgvins, Tómas, að hann muni vel eftir að hafa fengið styrkinn árið 2006. Spurður hversvegna Sigurðu G. Guðjónsson hafi enga vitneskju um styrkinn, eftir að hafa gert upp kosningabaráttuna, svarar Tómas: Það eina sem mér dettur í hug er að þetta sé einhver misskilningur." Spurður afhverju eða hvernig styrkur upp á 300 þúsund krónur hafi ekki skilað sér í bókhaldið, segist Tómas ekki gera sér grein fyrir því í augnablikinu, hann þurfði að skoða málið betur. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur af Baugi. Sigurður sagði á Vísi fyrr í dag: „Ég þarf að sjá hvort 300 þúsund krónur hafi komið inn vegna þessa en það fæ ég bara að sjá á eftir, allt er þetta til í bókhaldi. Ég hef ekki logið neinu, ég sagði þeim bara að ég kannaðist ekki við það að Baugur hefði styrkt framboðið." Ekki hefur náðst í Björgvin G. Sigurðsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Algjörlega ómeðvitaður um Baugsstyrk Björgvins Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segist þurfa að sannreyna hvort Baugur hafi styrkt Björgvin G. Sigurðsson í prófkjörsbaráttu hans fyrir síðustu kosningar til Alþingis. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 12:09 Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 11:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Algjörlega ómeðvitaður um Baugsstyrk Björgvins Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segist þurfa að sannreyna hvort Baugur hafi styrkt Björgvin G. Sigurðsson í prófkjörsbaráttu hans fyrir síðustu kosningar til Alþingis. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 12:09
Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 11:42