Sjálfstæðismenn stígi fram og afneiti nafnlausum auglýsingum 21. apríl 2009 12:10 Árni Páll Árnason, þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að stíga fram og afneita nafnlausum auglýsingum og stoppa nafnlausar vefsíður. Eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær réðust nokkur ungmenni inn á kosningaskrifstofur Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Sjálfsæðisflokksins í gærdag og slettu skyri og málningu á veggi, gólf og húsbúnað. Árni Páll Árnason, þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar segir leiðinlegt að svona komi upp. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og kannski ekki mikið um þetta að segja, en maður getur ekki komist hjá því að velta fyrir sér samhenginu í kosningabaráttunni. Við erum að sjá núna öðruvísi kosningabaráttu en við höfum séð áður. Við erum að sjá nafnlausar rógsvefsíður og nafnlausar rógsauglýsingar þar sem er verið að gera Samfylkingunni upp skoðanir og svo tyggja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þetta upp hver eftir öðrum. Mér finnst það líka vera orðin spurning um það að Sjálfstæðisflokkurinn stígi núna fram og afneiti þessum nafnlausu auglýsingum og stoppi þessar nafnlausu vefsíður, stoppi nafnlausar auglýsingabirtingar," segir Árni Páll. Þingmaðurinn segir mikilvægt að kosningabaráttan byggi á málefnum. „Þannig að menn geti haft kosningaskrifstofur opnar og tekist á í greinum og auglýsingum, en við verðum að vita hverjir það eru sem standa að málflutningnum og fella grímurnar." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. 20. apríl 2009 14:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að stíga fram og afneita nafnlausum auglýsingum og stoppa nafnlausar vefsíður. Eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær réðust nokkur ungmenni inn á kosningaskrifstofur Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Sjálfsæðisflokksins í gærdag og slettu skyri og málningu á veggi, gólf og húsbúnað. Árni Páll Árnason, þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar segir leiðinlegt að svona komi upp. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og kannski ekki mikið um þetta að segja, en maður getur ekki komist hjá því að velta fyrir sér samhenginu í kosningabaráttunni. Við erum að sjá núna öðruvísi kosningabaráttu en við höfum séð áður. Við erum að sjá nafnlausar rógsvefsíður og nafnlausar rógsauglýsingar þar sem er verið að gera Samfylkingunni upp skoðanir og svo tyggja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þetta upp hver eftir öðrum. Mér finnst það líka vera orðin spurning um það að Sjálfstæðisflokkurinn stígi núna fram og afneiti þessum nafnlausu auglýsingum og stoppi þessar nafnlausu vefsíður, stoppi nafnlausar auglýsingabirtingar," segir Árni Páll. Þingmaðurinn segir mikilvægt að kosningabaráttan byggi á málefnum. „Þannig að menn geti haft kosningaskrifstofur opnar og tekist á í greinum og auglýsingum, en við verðum að vita hverjir það eru sem standa að málflutningnum og fella grímurnar."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. 20. apríl 2009 14:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. 20. apríl 2009 14:36