Körfubolti

Ríkasti Rússinn ætlar að hjálpa Nets að byggja nýja höll í Brooklyn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjálfarinn Lawrence Frank og leikstjórnandinn Devin Harris eru í stórum hlutverkum hjá Nets.
Þjálfarinn Lawrence Frank og leikstjórnandinn Devin Harris eru í stórum hlutverkum hjá Nets. Mynd/AFP

Rússneski milljarðarmæringurinn Mikhail Prokhorov er að íhuga það að koma nýju körfuboltahöll New Jersey Nets til bjargar. Bruce Ratner, eigandi Nets-liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, þarf að vera búinn fjármagna og hefja framkvæmdir við höllina fyrir desember.

Mikhail Prokhorov myndi lána Nets fyrir byggingu nýju hallarinnar en fá á móti hluti í félaginu. Prokhorov er mikill körfuboltaáhugamaður en hann á í dag hluti í körfuboltaliði CSKA Moskvu.

Prokhorov er ríkasti maður Rússlands samkvæmt Forbes-blaðinu þar í landi og eigur hans eru taldar vera um 9,5 milljarðar dollara eða 1179 milljarðar íslenskra króna.

Nýja höllin verður staðsett í Brooklyn og er ætlun Bruce Ratner, eiganda Nets, að liðið flytji þangað árið 2011 og breyti nafni sínu í Brooklyn Nets.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×