Formúla 1

Hamilton biðst afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamilton sést hér skömmustulegur á blaðamannafundi í dag.
Hamilton sést hér skömmustulegur á blaðamannafundi í dag. Nordic Photos/Getty Images

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur beðist afsökunar á sínum þætti í að afvegaleiða eftirlitsmenn í hneykslismálinu í Melbourne.

Hamilton var vísað úr keppni eftir að í ljós kom að hann og starfsmenn McLaren hefðu afvegaleitt og logið að starfsmönnum í ástralska kappakstrinum.

„Ég keyrði frábærlega í Ástralíu og um leið og ég yfirgaf bílinn fór ég í viðtöl og sagði hvað hefði gerst í kappakstrinum. Í kjölfarið vorum við beðnir um að hitta starfsmenn keppninnar og meðan ég beið eftir þeim var mér ráðlagt að gefa ekki upp ákveðnar upplýsingar sem ég og gerði," sagði Hamilton.

„Ég bið þessa starfsmenn innilega afsökunar á framferði mínu og að hafa eytt tíma þeirra til einskis. Mér var vísað inn á ranga braut og ég lét eftir. Ég bið því alla afsökunar og sérstaklega stuðningsmenn mína. Ég er ekki vanur að haga mér svona," sagði Hamilton auðmjúkur.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×