Körfubolti

Yao Ming búinn að kaupa gamla körfuboltaliðið sitt í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yao Ming er engin smásmíði en hann er 2,26 metrar á hæð.
Yao Ming er engin smásmíði en hann er 2,26 metrar á hæð. Mynd/AFP

Kínverski risa-miðherjinn Yao Ming er þegar farinn að huga að framtíð sinni í heimalandinu en hann hefur nú keypt sér körfuboltalið í Shanghai. Liðið heitir Shanghai Sharks eða Hákarlarnir frá Shanghai og er gamla liðið hans Yao sem hefur spilað með Houston Rockets í NBA-deildinni frá 2002.

Yao Ming varð kínverskur meistari með Hákörlunum 2001-02 þar sem hann var með 32,4 stig og 19.0 ráköst að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 72,1 prósent skota sinna. Yao ætlar greinilega að sjá til þess að sitt gamla lið haldi sínu sessi í kínverska körfuboltanum.

Yao Ming hefur nóg af pening milli handanna og var hann sem dæmi efstur á lista Forbes yfir það fræga fólk í Kína sem vann sér inn mestan pening á síðast ári.

Yao Ming fékk mikinn pening fyrir að spila með Kína á Ólympíuleikunum og gerði auk þess risa auglýsingasamninga við bæði Visa og McDonald's. Þá eru ótalin laun hans í sjálfri NBA-deildinni.

Yao Ming glímir nú við erfið meiðsli sem margir óttast að gæti bundið endi á feril hans. Yao Ming verður líklega ekkert með Houston Rockets á næsta tímabili.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×