Hamilton: Mætti með rétta hugarfarið 18. október 2008 08:20 Fremstu menn á ráslínu. Kimi Raikkönen, Lewus Hamilton og Felipe Massa. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira