Sálfræðistríð í Sjanghæ 17. október 2008 22:04 Felipe Massa er með besta meðatalið í tímatökum og ekur í nótt á brautinni í Sjanghæ í Kína. mynd: kappakstur.is Nokkuð hefur borðið á því að keppendur í titilslagnum í Formúlu 1 og utan hans hafi beitt fyrir sig fjölmiðlum síðustu daga til að koma högg á andstæðinginn. En í nótt kemur í ljós hver hefur munnin fyrir neðan nefið. Lokaæfing fyrir tímatökuna verður kl. 03.00 og tímatakan verður kl. 05.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Þá kemur í ljós hvort ökumennirnir þrír í titilslagnum ná settu marki. Robert Kubica var í vandræðum með BMW bíl sinn s.l. nótt og náði aðeins tólfta besta tíma, Felipe Massa varð sjötti og Lewis Hamilton var fljótastur. Eftir æfingarnar slógu Ferrari menn á létta strengi og héldu upp á 29 ára afmæli meistarans Kimi Raikkönen. Hann á ekki lengur möguleika á titlinum, en verður Massa til stuðnings í mótinu. Miðað við æfingatímana í nótt gætu ýmsir ökumenn blandað sér í baráttuna um fremstu sætin á ráslínu. Fernando Alonso og Nelson Piquet voru með annan og þriðja besta tíma á æfingum í nótt og Alonso vann tvö síðustu mót. Heikki Kovalainen á McLaren hefur ekki náð þeim árangri sem hann var að vonast eftir á árinu og mótið um helgina gæti verið stökkpallur fyrir hann. En hann verður eins og Raikkönen að styðja við Hamilton af fremsta megni. Massa hefur verið fremstur á ráslínu í 5 mótum á árinu, en Hamilton sex sinnum. Massa er samt með betra meðaltal. Kovalainen er svo þriðji, á undan Raikkönen hvað árangur í tímatökum varðar. Alonso er fimmti og Jarno Trulli sjötti. Sjá brautarlýsingu í Kína Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nokkuð hefur borðið á því að keppendur í titilslagnum í Formúlu 1 og utan hans hafi beitt fyrir sig fjölmiðlum síðustu daga til að koma högg á andstæðinginn. En í nótt kemur í ljós hver hefur munnin fyrir neðan nefið. Lokaæfing fyrir tímatökuna verður kl. 03.00 og tímatakan verður kl. 05.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Þá kemur í ljós hvort ökumennirnir þrír í titilslagnum ná settu marki. Robert Kubica var í vandræðum með BMW bíl sinn s.l. nótt og náði aðeins tólfta besta tíma, Felipe Massa varð sjötti og Lewis Hamilton var fljótastur. Eftir æfingarnar slógu Ferrari menn á létta strengi og héldu upp á 29 ára afmæli meistarans Kimi Raikkönen. Hann á ekki lengur möguleika á titlinum, en verður Massa til stuðnings í mótinu. Miðað við æfingatímana í nótt gætu ýmsir ökumenn blandað sér í baráttuna um fremstu sætin á ráslínu. Fernando Alonso og Nelson Piquet voru með annan og þriðja besta tíma á æfingum í nótt og Alonso vann tvö síðustu mót. Heikki Kovalainen á McLaren hefur ekki náð þeim árangri sem hann var að vonast eftir á árinu og mótið um helgina gæti verið stökkpallur fyrir hann. En hann verður eins og Raikkönen að styðja við Hamilton af fremsta megni. Massa hefur verið fremstur á ráslínu í 5 mótum á árinu, en Hamilton sex sinnum. Massa er samt með betra meðaltal. Kovalainen er svo þriðji, á undan Raikkönen hvað árangur í tímatökum varðar. Alonso er fimmti og Jarno Trulli sjötti. Sjá brautarlýsingu í Kína
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira