Viðskipti erlent

Dregur úr atvinnuleysi í Póllandi

Pólskir verkamenn.
Pólskir verkamenn.
Atvinnuleysi í Póllandi mældist 9,3 prósent í síðasta mánuði og hefur því dregist saman um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum pólsku hagstofunnar. Pólverjar eru 38 milljónir talsins og jafngilda atvinnuleysistölurnar því að 1,4 milljónir manna hafi verið án atvinnu í mánuðinum. Jafnt og þétt hefur dregið úr atvinnuleysi í Pólland en mest var það í febrúar árið 2003 þegar það mældist 20,7 prósent. Fréttastofan Associated Press segir hagstofuna ekki tilgreina neina ástæðu fyrir því að dregið hafi úr atvinnuleysi í Póllandi. Heldur dragi þó úr atvinnuleysinu yfir sumartímann vegna aukningar í árstíðabundnum störfum, svo sem við berjatínslu og aðra útivinnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×