María Björg: Fékk gæsahúð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2008 14:30 María Björg Ágústsdóttir, leikmaður KR. Mynd/Stefán María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira