Mistök Hamiltons færðu Alonso sigur 12. október 2008 07:17 Vinirnir Fernando Alonso og Robert Kubica fagna verðlaunasætum sínum á Fuji brautinni í nótt. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernado Alonso á Renault fagnaði sigri í Forrmúlu 1 mótinu í Japan í nótt. Robert Kubica á BMW varð í öðru sæti og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji. Úrslitin þýða að meistarinn Raikkönen er úr leik varðandi titilslag ökumanna, en hann þurfti á öðru sæti að halda til að haldá í titilvonina. Tveimur mótum er ólokið enn og á eftir að keppa í Kina og Brasilíu. En stærstu fréttir mótsins í Japan voru þær að forystumaðurinn í stigamótinu Lewis Hamilton á McLaren gerði afdrifarík mistök í upphafi mótsins. Hann missti Raikkönen framúr sér í ræsingu og var svo of kappsfullur að ná sætinu aftur í fyrstu beygju. Kollkeyrði sig og braut á Raikkönen, Kubica og Massa að mati dómara. Fékk refsingu og varð þar með aftastur. Þá braut Felipe Massa af sér í klafsi við Hamilton og hlaut refsingu fyrir, þannig að toppmennirnir í stigaslagnum voru í basli. Hamilton náði ekki í nein stig í mótinu, en Massa náði að tryggja sér eitt stig í lok mótsins, með því að þvinga sér framúr Mark Webber. Eftir keppnina fékk hann svo eitt stig til viðbótar, því Sebastian fékk 25 sekúndna refsingu fyrir að brjóta á Massa í mótinu og Massa færðist því upp um sæti. Alonso nýtti sér færið og ógöngur McLaren og Ferrari manna til hins ítrasta og náði fljótlega forystu í mótinu, sem hann lét aldrei af hendi. Mikil barátta var á milli Kubica og Raikkönen um tíma, en Finninn varð að fara framúr Pólverjanum til að halda möguleika sínum um titil opnum. Það gekk ekki eftir og nú eru þrír ökumenn sem geta orðið meistarar. Hamilton, Massa og Kubica. Sjá ummæli ökumanna Lokastaðan 1. Alonso Renault (B) 1:30:21.892 2. Kubica BMW Sauber (B) + 5.283 3. Raikkonen Ferrari (B) + 6.400 4. Piquet Renault ( B) + 20.570 5. Trulli Toyota (B) + 23.767 6. Bourdais Toro Rosso (B) + 34.085 7. Vettel Toro Rosso (B) + 39.207 8. Massa Ferrari (B) + 46.158 Ökumenn Bílasmiðir 1. Hamilton 84 1. Ferrari 141 2. Massa 79 2. McLaren-Mercedes 135 3. Kubica 72 3. BMW Sauber 128 4. Raikkonen 63 4. Renault 66 5. Heidfeld 56 5. Toyota 50 6. Kovalainen 51 6. Toro Rosso-Ferrari 36 7. Alonso 48 7. Red Bull-Renault 28 8. Trulli 30 8. Williams-Toyota 26 9. Vettel 29 9. Honda 14 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernado Alonso á Renault fagnaði sigri í Forrmúlu 1 mótinu í Japan í nótt. Robert Kubica á BMW varð í öðru sæti og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji. Úrslitin þýða að meistarinn Raikkönen er úr leik varðandi titilslag ökumanna, en hann þurfti á öðru sæti að halda til að haldá í titilvonina. Tveimur mótum er ólokið enn og á eftir að keppa í Kina og Brasilíu. En stærstu fréttir mótsins í Japan voru þær að forystumaðurinn í stigamótinu Lewis Hamilton á McLaren gerði afdrifarík mistök í upphafi mótsins. Hann missti Raikkönen framúr sér í ræsingu og var svo of kappsfullur að ná sætinu aftur í fyrstu beygju. Kollkeyrði sig og braut á Raikkönen, Kubica og Massa að mati dómara. Fékk refsingu og varð þar með aftastur. Þá braut Felipe Massa af sér í klafsi við Hamilton og hlaut refsingu fyrir, þannig að toppmennirnir í stigaslagnum voru í basli. Hamilton náði ekki í nein stig í mótinu, en Massa náði að tryggja sér eitt stig í lok mótsins, með því að þvinga sér framúr Mark Webber. Eftir keppnina fékk hann svo eitt stig til viðbótar, því Sebastian fékk 25 sekúndna refsingu fyrir að brjóta á Massa í mótinu og Massa færðist því upp um sæti. Alonso nýtti sér færið og ógöngur McLaren og Ferrari manna til hins ítrasta og náði fljótlega forystu í mótinu, sem hann lét aldrei af hendi. Mikil barátta var á milli Kubica og Raikkönen um tíma, en Finninn varð að fara framúr Pólverjanum til að halda möguleika sínum um titil opnum. Það gekk ekki eftir og nú eru þrír ökumenn sem geta orðið meistarar. Hamilton, Massa og Kubica. Sjá ummæli ökumanna Lokastaðan 1. Alonso Renault (B) 1:30:21.892 2. Kubica BMW Sauber (B) + 5.283 3. Raikkonen Ferrari (B) + 6.400 4. Piquet Renault ( B) + 20.570 5. Trulli Toyota (B) + 23.767 6. Bourdais Toro Rosso (B) + 34.085 7. Vettel Toro Rosso (B) + 39.207 8. Massa Ferrari (B) + 46.158 Ökumenn Bílasmiðir 1. Hamilton 84 1. Ferrari 141 2. Massa 79 2. McLaren-Mercedes 135 3. Kubica 72 3. BMW Sauber 128 4. Raikkonen 63 4. Renault 66 5. Heidfeld 56 5. Toyota 50 6. Kovalainen 51 6. Toro Rosso-Ferrari 36 7. Alonso 48 7. Red Bull-Renault 28 8. Trulli 30 8. Williams-Toyota 26 9. Vettel 29 9. Honda 14
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira