Fótbolti

Bayern München áfram eftir ótrúlegan leik

Elvar Geir Magnússon skrifar

Getafe og Bayern München gerðu 3-3 jafntefli í framlengdum leik í átta liða úrslitum í UEFA bikarsins. Bayern kemst því áfram í undanúrslit á fleiri mörkum á útivallarmörkum eftir ótrúlega spennandi og dramatískan leik.

Getafe komst yfir í leiknum en Franck Ribery jafnaði á 89. mínútu eftir varnarmistök og kom Bayern í framlengingu. Getafe byrjaði af miklum krafti og komst yfir eftir 40 sekúndna leik í framlengingu og komst síðan í 3-1 tveimur mínútum seinna.

Michael Laudrup var farinn að leyfa sér að brosa á varamannabekknum en eftir skelfileg markmannsmistök minnkaði Bayern muninn og ljóst að liðið þurfti aðeins eitt mark til að tryggja sér áfram. Það kom síðan undir blálokin þegar Luca Tonis skoraði sitt annað mark.

Ótrúleg dramatík og Bayern München áfram í undanúrslit þar sem liðið mætir Zenit Petersburg. Í hinum undanúrslitaleiknum munu Fiorentina og Rangers eigast við.

Úrslit leikja í 8 liða úrslitum:

Getafe 3-3 Bayern München (samt 4-4)

PSV 0-2 Fiorentina (samt 1-3)

Sporting 0-2 Rangers (samt 0-2)

Zenit St Petersburg 0-1 Bayer Leverkusen (samt 4-2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×