Vettel bestur í bleytunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2008 13:15 Sebastian Vettel ók vel í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, gerði sér lítið fyrir og náði bestum tíma í tímatökunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni í dag. Vettel náði bestum tíma í bæði annarri og þriðju tímatökunni en rigningin gerðu mörgum bestu ökuþórunum afar erfitt fyrir. Rigningin versnaði í miðri annarri tímatökunni og hvorki Lewis Hamilton né Kimi Raikkönen gátu nokkuð að gert enda allt of seinir út á brautina. Þeir voru síðastir í tímatökunni og verða í 15. og 16. sæti á ráspól. Aðrir sem féllu úr leik eftir aðra tímatökuna voru David Coulthard, Giancarlo Fisichella og Robert Kubica. Massa náði að skríða inn í lokatímatökuna með því að ná tíunda sætinu. Hann náði vinna sig upp í sjötta sætið. Heikki Kovalainen á McLaren náði öðru sætinu á lokahring sínum og fögnuðu þá starfsmenn Toro Rosso á viðgerðarsvæðinu sem óðir væru enda í fyrsta sinn sem liðið á bíl á ráspól. Mark Webber hjá Red Bull var þriðji og Bourdais, félagi Vettel hjá Toro Rosso, fjórði. Formúla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, gerði sér lítið fyrir og náði bestum tíma í tímatökunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni í dag. Vettel náði bestum tíma í bæði annarri og þriðju tímatökunni en rigningin gerðu mörgum bestu ökuþórunum afar erfitt fyrir. Rigningin versnaði í miðri annarri tímatökunni og hvorki Lewis Hamilton né Kimi Raikkönen gátu nokkuð að gert enda allt of seinir út á brautina. Þeir voru síðastir í tímatökunni og verða í 15. og 16. sæti á ráspól. Aðrir sem féllu úr leik eftir aðra tímatökuna voru David Coulthard, Giancarlo Fisichella og Robert Kubica. Massa náði að skríða inn í lokatímatökuna með því að ná tíunda sætinu. Hann náði vinna sig upp í sjötta sætið. Heikki Kovalainen á McLaren náði öðru sætinu á lokahring sínum og fögnuðu þá starfsmenn Toro Rosso á viðgerðarsvæðinu sem óðir væru enda í fyrsta sinn sem liðið á bíl á ráspól. Mark Webber hjá Red Bull var þriðji og Bourdais, félagi Vettel hjá Toro Rosso, fjórði.
Formúla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira