O'Neill: Barry vildi spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:36 Martin O'Neill á Laugardalsvelli í kvöld. Mynd/Pjetur Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52
Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28
Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19