Bankahólfið: Sölutrygging Skeljungs 7. maí 2008 00:01 Coca Cola, Kókdós Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira