Vettel býst ekki við öðrum sigri í Síngapúr 25. september 2008 00:13 Sebastian Vettel og Mark Webber skoðuðu brautina í Singapúr og nánasta umhverfið. Þeir verða líðsfélagar á næsta ári. mynd: kappakstur.is Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza. Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza.
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira