Vettel býst ekki við öðrum sigri í Síngapúr 25. september 2008 00:13 Sebastian Vettel og Mark Webber skoðuðu brautina í Singapúr og nánasta umhverfið. Þeir verða líðsfélagar á næsta ári. mynd: kappakstur.is Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza. Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza.
Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira