Kubica ekki ánægður með framþróun BMW 26. september 2008 08:04 Robert Kubica spjallar við fréttamenn í Singapúr. Nordic Photos / AFP Robert Kubica er meðal þeirra sem eiga enn möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þegar fjórum mótum er ólokið. Kubica var efstur að stigum eftir sigur í Kanada í sumar, en missti síðan flugið og honum fannst BMW ekki færa sér nægilegan stuðning í ljósi stöðunnar í sumar. „Ökumenn vilja allltaf betri bíl en þeir hafa undir höndum og það er ekkert leyndarmál að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi að undanförnu. Trúlega hefði ég þó getað verið á verðlaunapalli í þremur mótum í röð, en lenti í vanda í þjónustuhléi á Spa í Belgíu. En ýmis vandamál hafa háð okkur upp á síðkastið,“ segir Kubica. Hann varð þriðji á Monza brautinni á eftir Sebastian Vettel og Heikki Kovalainen á dögunum. Komst upp fyrir heimsmeistarann Kimi Raikkönen að stigum. „Við erum búnir að gera mistök varðandi framþróun bílsins í sumar, þrátt fyrir langar og strangar prófanir í vindgöngum. Ég vil keppa til sigurs og bilið milli mín og Ferrari og McLaren hefur verið of mikið. BMW bíllinn er ekki nögu snöggur og Torro Rosso og Renault liðin hafa færst nær okkur.“ Kubica þykir líklegur til afreka á Singapúr brautinni um helgina, en götukappakstur virðist henta honum vel. Bein útsending er frá fyrstu æfingum Formúlu 1 liða á Stöð 2 Sport kl. 11.55 í dag og aftur kl. 13.25.Sjá stigagjöf í mótum ársins Formúla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Robert Kubica er meðal þeirra sem eiga enn möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þegar fjórum mótum er ólokið. Kubica var efstur að stigum eftir sigur í Kanada í sumar, en missti síðan flugið og honum fannst BMW ekki færa sér nægilegan stuðning í ljósi stöðunnar í sumar. „Ökumenn vilja allltaf betri bíl en þeir hafa undir höndum og það er ekkert leyndarmál að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi að undanförnu. Trúlega hefði ég þó getað verið á verðlaunapalli í þremur mótum í röð, en lenti í vanda í þjónustuhléi á Spa í Belgíu. En ýmis vandamál hafa háð okkur upp á síðkastið,“ segir Kubica. Hann varð þriðji á Monza brautinni á eftir Sebastian Vettel og Heikki Kovalainen á dögunum. Komst upp fyrir heimsmeistarann Kimi Raikkönen að stigum. „Við erum búnir að gera mistök varðandi framþróun bílsins í sumar, þrátt fyrir langar og strangar prófanir í vindgöngum. Ég vil keppa til sigurs og bilið milli mín og Ferrari og McLaren hefur verið of mikið. BMW bíllinn er ekki nögu snöggur og Torro Rosso og Renault liðin hafa færst nær okkur.“ Kubica þykir líklegur til afreka á Singapúr brautinni um helgina, en götukappakstur virðist henta honum vel. Bein útsending er frá fyrstu æfingum Formúlu 1 liða á Stöð 2 Sport kl. 11.55 í dag og aftur kl. 13.25.Sjá stigagjöf í mótum ársins
Formúla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira