Kaup Marels á Stork Food Systems eru viðskipti ársins 31. desember 2008 06:00 Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, á kynningarfundi fyrr á árinu þar sem kynnt voru kaupin á Stork Food Systems og vænt áhrif af samruna félaganna. Markaðurinn/ Kaupin á Stork Food Systems höfðu afgerandi forystu í valinu um viðskipti ársins, með nærri þrisvar sinnum fleiri atkvæði en viðskiptin sem lentu í öðru sæti. Eftir samrunann er Marel Food Systems stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði og fyrirséð að það haldi því sæti enn um sinn og fái styrkt stöðu sína meðan önnur fyrirtæki reyna að halda sjó í lausafjárkreppunni sem ríður yfir heiminn og fá lítt hugað að yfirtökum í bili. Lokið var að fullu við kaup Marel á Stork Food Systems í vor að fengnu samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda og jákvæðri umsögn starfsmannasamtaka Stork (Stork Works Council) fyrr á árinu. Þá var beðið yfirtöku eignarhaldsfélagsins London Aquisition á iðnsamstæðu Stork í Hollandi, en hluti af því ferli var að selja frá samstæðunni Stork Food Systems. Þá var lokið fjármögnun á kaupunum með hlutafjárútboði sem lauk í júníbyrjun þar sem umframeftirspurn nam sjö prósentum. Selt var hlutafé fyrir tæpa 14 milljarða króna. Yfirlýst stefna Marel Food Systems er að nú verði áherslan lögð á innri vöxt og aukningu hagnaðar eftir tíma sem markast hafi af miklum ytri vexti. Álitsgjafar Markaðarins merkja enda að afkoma Marel Food Systems hafi stórbatnað eftir kaupin á Stork Food Systems og samþætting í rekstrinum sé „loksins“ að skila góðum árangri. „Í síðustu uppgjörum Marels hefur sést að Stork Food Systems er afburða vel rekið fyrirtæki. Kaupferlið var langt og strangt en hafðist að lokum,“ segir einn sem fylgst hefur grannt með Marel síðustu ár. Annar álitsgjafi hafði á orði að Árni Oddur Þórðarson og Marel hafi gert góða hluti. „Endurfjármögnun þeirra á Stork kom mér mest á óvart núna. Að ná endurfjármögnun á tímum sem þessum er ótrúlega góður árangur sem kom þægilega á óvart,“ sagði þessi og bættist í hóp þeirra sem þótti afrek af Marel að ná í fjármagn „á einum erfiðasta markaði í manna minnum“. Einn álitsgjafi sagði um kaup Marels á Stork Food Systems að þar væru „alvöru viðskipti“ með fyrirtæki í „alvöru rekstri“. Kaupin væru hluti af langtímaáætlun Marels, auk þess sem miklir möguleikar væru á enn frekari samlegðaráhrifum og vexti þegar kreppunni linni. Þá var bent á að Marel væri „þekkingarsproti“ sem náð hefði að að skapa sér sterka stöðu á sínu sviði í alþjóðlegu tilliti. Fyrirtækið hafi verið leitt til sóknar „án nokkurrar vitleysu“ og nú sé það að flytja störf heim, sem hljóti að teljast afar virðingarvert. Sem viðskipti ársins segir þessi sami þau líklega vera þau einu á árinu sem verið hafi „virkilega strategísk“. Þau hafi átt sér langan aðdraganda og styrkt verulega starfsemi félagsins. Ekki er ofsagt að yfirtaka Marels á Stork Food Systems hafi átt sér langan aðdraganda. Hentugur tímapunktur sem horfa má til sem upphafs Stork-ævintýrisins er fyrir rúmum þremur árum, haustið 2005. Þá verða breytingar á eignarhaldi Marels og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Eyris, tekur við stjórnarformennsku Marels. Yfirlýst stefna er að styðja við frekari vöxt félagsins, en þá þegar höfðu verið lagðar línur um vöxt félagsins næstu ár og þátttöku í fyrirséðu samrunaferli meðal matvælavinnsluvélaframleiðenda. Í ársbyrjun 2006, samhliða kynningu á ársuppgjöri, kynnti Marel svo sýn hvað varðaði framtíðarvöxt félagsins og kvaðst ætla með veltuna úr tæpum 130 milljónum evra á ári og yfir 650 milljónir evra á þremur árum. Ætlunin var að þrefalda veltuna og ná 15 til 20 prósenta markaðshlutdeild. Lagt var upp í leiðangurinn og virðist nær allt hafa gengið upp eftir áætlun og vel það, þótt samþætting annarra félaga sem fest hafa verið kaup á hafi ekki gengið jafnsmurt og samþættingin við Stork Foods. Er þar kannski helst að nefna erfiða samþættingu við danska framleiðandann Scanvægt, en félagið átti fyrir í harðvítugri samkeppni við Marel. Marel og Stork Food Systems hafa hins vegar í áratug átt í nánu samstarfi og vitað fyrir að samlegðaráhrif væru mikil af samruna þeirra, því þau hafa ekki átt í samstarfi heldur framleitt fyrir ólíka þætti matvælavinnslunnar. Í gegnum tíðina hafði verið hreyft við hugmyndum um mögulegan samruna félaganna, en möguleikinn komst þó ekki í almenna umræðu fyrr en í október 2006 og þá í kjölfar átaka í hluthafahópi Stork-iðnsamstæðunnar. Þar þrýstu stórir hluthafar, tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, á að hliðarstarfsemi yrði seld frá félaginu, en kjarnastarfsemi Stork er í flugiðnaði. Í hönd fór af stað hatrömm deila innan Stork-samstæðunnar sem endaði svo með yfirtöku breska fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu, með fulltingi LME, eignarhaldsfélags Eyris Invest og Landsbankans. Salan á Stork Food Systems til Marels var þar með orðin hluti af yfirtöku Stork-samstæðunnar í Hollandi. Í nóvember í fyrra var svo tilkynnt um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems fyrir 415 milljónir evra. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum, gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætluðum,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, við þetta tækifæri. Sem fyrr segir voru svo uppfyllt í byrjun þessa árs skilyrðin fyrir kaupunum og þau gengu í gegn í maí. Í nóvember í fyrra Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, við kynningu á samningi um kaupin á Stork Foods fyrir 415 milljónir evra. Markaðurinn/GVA Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kaupin á Stork Food Systems höfðu afgerandi forystu í valinu um viðskipti ársins, með nærri þrisvar sinnum fleiri atkvæði en viðskiptin sem lentu í öðru sæti. Eftir samrunann er Marel Food Systems stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði og fyrirséð að það haldi því sæti enn um sinn og fái styrkt stöðu sína meðan önnur fyrirtæki reyna að halda sjó í lausafjárkreppunni sem ríður yfir heiminn og fá lítt hugað að yfirtökum í bili. Lokið var að fullu við kaup Marel á Stork Food Systems í vor að fengnu samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda og jákvæðri umsögn starfsmannasamtaka Stork (Stork Works Council) fyrr á árinu. Þá var beðið yfirtöku eignarhaldsfélagsins London Aquisition á iðnsamstæðu Stork í Hollandi, en hluti af því ferli var að selja frá samstæðunni Stork Food Systems. Þá var lokið fjármögnun á kaupunum með hlutafjárútboði sem lauk í júníbyrjun þar sem umframeftirspurn nam sjö prósentum. Selt var hlutafé fyrir tæpa 14 milljarða króna. Yfirlýst stefna Marel Food Systems er að nú verði áherslan lögð á innri vöxt og aukningu hagnaðar eftir tíma sem markast hafi af miklum ytri vexti. Álitsgjafar Markaðarins merkja enda að afkoma Marel Food Systems hafi stórbatnað eftir kaupin á Stork Food Systems og samþætting í rekstrinum sé „loksins“ að skila góðum árangri. „Í síðustu uppgjörum Marels hefur sést að Stork Food Systems er afburða vel rekið fyrirtæki. Kaupferlið var langt og strangt en hafðist að lokum,“ segir einn sem fylgst hefur grannt með Marel síðustu ár. Annar álitsgjafi hafði á orði að Árni Oddur Þórðarson og Marel hafi gert góða hluti. „Endurfjármögnun þeirra á Stork kom mér mest á óvart núna. Að ná endurfjármögnun á tímum sem þessum er ótrúlega góður árangur sem kom þægilega á óvart,“ sagði þessi og bættist í hóp þeirra sem þótti afrek af Marel að ná í fjármagn „á einum erfiðasta markaði í manna minnum“. Einn álitsgjafi sagði um kaup Marels á Stork Food Systems að þar væru „alvöru viðskipti“ með fyrirtæki í „alvöru rekstri“. Kaupin væru hluti af langtímaáætlun Marels, auk þess sem miklir möguleikar væru á enn frekari samlegðaráhrifum og vexti þegar kreppunni linni. Þá var bent á að Marel væri „þekkingarsproti“ sem náð hefði að að skapa sér sterka stöðu á sínu sviði í alþjóðlegu tilliti. Fyrirtækið hafi verið leitt til sóknar „án nokkurrar vitleysu“ og nú sé það að flytja störf heim, sem hljóti að teljast afar virðingarvert. Sem viðskipti ársins segir þessi sami þau líklega vera þau einu á árinu sem verið hafi „virkilega strategísk“. Þau hafi átt sér langan aðdraganda og styrkt verulega starfsemi félagsins. Ekki er ofsagt að yfirtaka Marels á Stork Food Systems hafi átt sér langan aðdraganda. Hentugur tímapunktur sem horfa má til sem upphafs Stork-ævintýrisins er fyrir rúmum þremur árum, haustið 2005. Þá verða breytingar á eignarhaldi Marels og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Eyris, tekur við stjórnarformennsku Marels. Yfirlýst stefna er að styðja við frekari vöxt félagsins, en þá þegar höfðu verið lagðar línur um vöxt félagsins næstu ár og þátttöku í fyrirséðu samrunaferli meðal matvælavinnsluvélaframleiðenda. Í ársbyrjun 2006, samhliða kynningu á ársuppgjöri, kynnti Marel svo sýn hvað varðaði framtíðarvöxt félagsins og kvaðst ætla með veltuna úr tæpum 130 milljónum evra á ári og yfir 650 milljónir evra á þremur árum. Ætlunin var að þrefalda veltuna og ná 15 til 20 prósenta markaðshlutdeild. Lagt var upp í leiðangurinn og virðist nær allt hafa gengið upp eftir áætlun og vel það, þótt samþætting annarra félaga sem fest hafa verið kaup á hafi ekki gengið jafnsmurt og samþættingin við Stork Foods. Er þar kannski helst að nefna erfiða samþættingu við danska framleiðandann Scanvægt, en félagið átti fyrir í harðvítugri samkeppni við Marel. Marel og Stork Food Systems hafa hins vegar í áratug átt í nánu samstarfi og vitað fyrir að samlegðaráhrif væru mikil af samruna þeirra, því þau hafa ekki átt í samstarfi heldur framleitt fyrir ólíka þætti matvælavinnslunnar. Í gegnum tíðina hafði verið hreyft við hugmyndum um mögulegan samruna félaganna, en möguleikinn komst þó ekki í almenna umræðu fyrr en í október 2006 og þá í kjölfar átaka í hluthafahópi Stork-iðnsamstæðunnar. Þar þrýstu stórir hluthafar, tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, á að hliðarstarfsemi yrði seld frá félaginu, en kjarnastarfsemi Stork er í flugiðnaði. Í hönd fór af stað hatrömm deila innan Stork-samstæðunnar sem endaði svo með yfirtöku breska fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu, með fulltingi LME, eignarhaldsfélags Eyris Invest og Landsbankans. Salan á Stork Food Systems til Marels var þar með orðin hluti af yfirtöku Stork-samstæðunnar í Hollandi. Í nóvember í fyrra var svo tilkynnt um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems fyrir 415 milljónir evra. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum, gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætluðum,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, við þetta tækifæri. Sem fyrr segir voru svo uppfyllt í byrjun þessa árs skilyrðin fyrir kaupunum og þau gengu í gegn í maí. Í nóvember í fyrra Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, við kynningu á samningi um kaupin á Stork Foods fyrir 415 milljónir evra. Markaðurinn/GVA
Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira