Viðskipti erlent

Dow Jones í frjálsu falli

Forstjóri General Motors. Bréf bílaframleiðandans hafa aldrei verið lægri.
Forstjóri General Motors. Bréf bílaframleiðandans hafa aldrei verið lægri. Mynd/AFP
Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll skyndilega niður um 5,14 prósent fyrir stundu og fór undir 9.000 stigin fyrir stundu. Svo virðist sem mikil lækkun á gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors hafi dregið hlutabréfamarkaðinn með sér í fallinu. Hlutabréf bílaframleiðandans hafa fallið um tæpan fimmtung í dag og stendur gengi bréfanna í 5,26 dölum á hlut. Þau hafa ekki verið lægri síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Á sama tíma hefur Nasdaq-vísitalan falli um 3,7 prósent. Þetta er sjöundi dagurinn í röð sem hlutabréf vestanhafs falla. Inn í þróun mála spilar svartsýni fjárfesta á horfum í efnahagslífinu beggja vegna Atlantsála, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×