Formúla 1

Býst við spennu allt til enda

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lewis Hamilton fagnar sigri sínum á Silverstone um síðustu helgi.
Lewis Hamilton fagnar sigri sínum á Silverstone um síðustu helgi.

Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, býst við því að úrslitin um meistaratitilinn í ár ráðist ekki fyrr en í lokin. Hann er jafn Kimi Raikkonen og Felipe Massa hjá Ferrari þegar tímabilið er hálfnað.

„Ég er viss um að þetta verði eins spennandi og á síðasta ári. Þá var mikið jafnræði milli þriggja ökumanna og úrslitin réðust á einu stigi. Ég vona að það verði ekki þannig en ég held að úrslitin ráðist í síðasta kappakstrinum," sagði Hamilton.

Hamilton hefði getað verið í mun betri stöðu ef hann hefði ekki átt tvær misheppnaðar keppnir áður en hann náði sigri á Silverstone um síðustu helgi.

„Ég var mjög óheppinn, staðan gæti verið allt önnur. En svona er bara kappakstur og það sem gerir hann svona spennandi," sagði Hamilton en honum hefur skort ákveðinn stöðugleika á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×