Enn lækka hlutabréf í Evrópu 16. september 2008 09:26 Maður gengur fram hjá upplýsingaskilti um stöðuna á asískum hlutabréfamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira