Innlent

Enginn handtekinn vegna morðs

Íslensk kona, Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir, var myrt á hótelherbergi í Dóminíska lýðveldinu um liðna helgi. Hún var stunginn fimm sinnum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Hrafnhildur var fædd tuttugasta og áttunda mars 1979. Hún var einhleyp og barnslaus. Hún kom til Dóminíska lýðveldissins í byrjun júlí og hóf störf á Extreme gisitheimilinu við Cabareta ströndina.

Dóminískur vefmiðill hefur eftir réttarmeinafræðingi nú síðdegis að Hrafnhildur hafi verið stunginn fimm sinnum með eggvopni og verið með áverka víða um líkamann.

Líkið fannst um fimmtán klukkustundum eftir að morðið var framið. Ódæðismennirnir komust framhjá öryggisvörðum og gæslu á hótelinu.

Enginn mun hafa verið handtekinn vegna málsins og ekki vitað hvort ódæðismennirnir voru einn eða fleiri.

Ekki er grunur um kynferðislegt ofbeldi í tengslum við málið. Lík Hrafnhildar mun hafa verið flutt til Santiago borgar til frekari rannsókna.

Rafael Fermine ríkislögreglustjóri í Dómíníska lýðvelinu hefur sent fimm manna lögregluteymi til Cabarete til að finna morðingja Hrafnhildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×