Viðskipti erlent

Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði

Miðlarar á markaði á Wall Street í New York í Bandaríkjunum.
Miðlarar á markaði á Wall Street í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AP
Mikil lækkun varð á hlutabréfamarkaði strax við upphaf viðskipta í Bandaríkjunum í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjárfestar í Vesturheimi horfa fram á skell á markaðnum. Fjárfestar segja að þrátt fyrir annars ágæt uppgjör fyrirtækja sem séu að skila sér í hús um þessar mundir þá séu horfurnar almennt dökkar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur fallið um 3,4 prósent það sem af er degi en Nasdaq-vísitalan um tvö prósent. Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur fallið um 8,3 prósent og stendur það í 33 sentum á hlut.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×