Viðskipti erlent

Obama gladdi bandaríska fjárfesta

Fjárfestar á Wall Street.
Fjárfestar á Wall Street. Mynd/AP
Fjárfestar fóru væntanlega margir hverjir glaðir inn í helgina í Bandaríkjunum í dag eftir hækkun á þarlendum hlutabréfamarkaði í kjölfar verðfalls síðustu tvo daga á undan. Associated Press-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum vestanhafs að ræða Baracks Obama, verðandi forseta Bandaríkjanna, um endurreisn bandaríska fjármálageirans og efnahagslífsins hafi blásið fjárfestum kjark í brjóst til að hefja á ný kaup á tiltölulega ódýrum hlutabréfum. Slæm uppgjör bandarískum bílaframleiðendanna General Motors og Ford auk heldur svartsýnna atvinnuleysistalna dugði ekki til að slá á væntingarnar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,85 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 2,41 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×