Formúla 1

Alonso hrellir ökumenn í titilslagnum

Fernando Alonso náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða sem lauk um hádegisbil í Singapúr.
Fernando Alonso náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða sem lauk um hádegisbil í Singapúr. Kappakstur.is
Spánverjinn Fernando Alonso á Renault kom köppunum í titilslagnum aftur í opna skjöldu í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá kl. 13.45.

Alonso kann vel við sig á götum Singapúr og náði besta tíma í lok æfingarinnar, rétt eins og í gær. Hann ók á mýkri dekkjaútgáfunni sem er í boði frá Bridgestone.

Kimi Raikkönen var í vanda og varð að hætta æfingunni eftir að hafa klossbremsað og drepið á bílnum í útskoti á brautinni. Að sama skapi varð Giancarlo Fisichella að hætta eftir að hafa tekið flugið í tíundi beygju brautarinnar. Það er beygja sem margir hafa kvartað fyrir vegna hárra kantsteina.

Sjá brautarlýsingu og tölfræði

Tímarnir í dag

1. Alonso Renault (B) 1:44.506 19

2. Hamilton McLaren-Mercedes (B) 1:45.119 + 0.613 13

3. Massa Ferrari (B) 1:45.246 + 0.740 16

4. Piquet Renault (B) 1:45.249 + 0.743 18

5. Rosberg Williams-Toyota (B) 1:45.386 + 0.880 17

6. Button Honda (B) 1:45.409 + 0.903 20

7. Kubica BMW Sauber (B) 1:45.425 + 0.919 17

8. Webber Red Bull-Renault (B) 1:45.450 + 0.944 21

9. Vettel Toro Rosso-Ferrari (B) 1:45.477 + 0.971 19

10. Bourdais Toro Rosso-Ferrari (B) 1:45.599 + 1.093 18

11. Heidfeld BMW Sauber (B) 1:45.689 + 1.183 19

12. Nakajima Williams-Toyota (B) 1:45.982 + 1.476 18

13. Kovalainen McLaren-Mercedes (B) 1:45.982 + 1.476 13

14. Barrichello Honda (B) 1:46.073 + 1.567 21

15. Glock Toyota (B) 1:46.180 + 1.674 23

16. Trulli Toyota (B) 1:46.221 + 1.715 19

17. Raikkonen Ferrari (B) 1:46.482 + 1.976 10

18. Coulthard Red Bull-Renault (B) 1:46.794 + 2.288 6

19. Fisichella Force India-Ferrari (B) 1:47.166 + 2.660 14

20. Sutil Force India-Ferrari (B) 1:47.727 + 3.221 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×