Hollendingar fagna Icesave 31. maí 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as
Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira