Handbolti

Valur vann á Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldvin Þorsteinsson skoraði átta mörk á Akureyri í kvöld.
Baldvin Þorsteinsson skoraði átta mörk á Akureyri í kvöld. Mynd/Anton

Valur vann í kvöld fjögurra marka sigur á Akureyri á útivelli, 24-20, eftir að heimamenn höfðu eins marks forystu í hálfleik, 11-10.

Leikurinn var jafn og spennandi allt fram á lokakafla leiksins þegar Valsmenn sigu fram úr og tryggðu sér góðan sigur.

Baldvin Þorsteinsson var markahæstur hjá Val með átta mörk og átti stórleik.

Valur er með tólf stig eftir tíu leiki og situr í fimmta sæti N1-deildar karla. Akureyri er í sjötta sæti með sex stig eftir tólf leiki.

Haukar eru á toppi deildarinnar með nítján stig eftir tólf leiki.

Mörk Akureyrar: Einar Logi Friðjónsson 6, Jónatan Magnússon 5, Andri Snær Stefánsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Magnús Stefánsson 1, Eiríkur Jónasson 1, Nikolaj Jankovic 1, Rúnar Sigtryggsson 1.

Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 8, Arnór Gunnarsson 4, Fannar Friðgeirsson 4, Ernir Arnarson 3, Sigfús Páll Sigfússon 2, Elvar Friðriksson 2, Ingvar Árnason 1. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×