Kári: Ég á að vera í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2007 14:30 Kári Árnason á Laugardalsvellinum fyrir leik Íslands og Lettlands í síðasta mánuði. Mynd/E. Stefán Kári Árnason segir í samtali við Jyllandsposten í dag að hann sé besti varnartengiliður Ísland og að hann eigi heima í landsliðinu. Kári var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar á dögunum og síðan þá hefur Ólafur valið tvo miðvallarleikmenn fram yfir Kára vegna brottfalls þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Kári segir í samtali við blaðið að val Ólafs hafi komið honum mjög á óvart. „Ég hef spilað vel að undanförnu og tel víst að ég eigi að vera í landsliðinu. En þetta er að sjálfsögðu undir þjálfaranum komið," sagði hann. Hann sagði enn fremur að hann þekki ekki Ólaf persónulega og hafi ekki rætt við hann síðan hann tók við starfi landsliðsþjálfara. Kári segist einnig ósáttur við vinnubrögð KSÍ. „KSÍ sendi símbréf til AGF þar sem stóð að ég hefði verið valinn í landsliðið. Síðan sá ég á heimasíðu KSÍ að ég hefði ekki verið valinn. Þetta er óskaplega áhugamannalegt af þeim." Öllum knattspyrnusamböndum ber að tilkynna félögum að leikmaður kunni að vera valinn í landsliðið komi hann til greina. Það þarf þó ekki að þýða að viðkomandi leikmaður verði á endanum valinn í viðkomandi leikmannahóp. Hann vandar KSÍ ekki kveðjuna. „Í fyrsta skiptið sem ég var valinn í landsliðið datt ég aftur úr hópnum sama daginn. Ég komst að því í blöðunum daginn eftir að ég hefði verið valinn í 22ja manna hópinn en datt út þar sem aðeins 20 voru valdir á endanum. Þetta samband er greinilega ekki í hæsta gæðaflokki," sagði Kári. Hann sagðist þó ætla að fara á leikinn í Parken sem áhorfandi og gantaðist með að hann ætlaði að fara í dönsku landsliðstreyjunni sinni. „Nei, auðvitað held ég með Íslandi. En ég vonast til að ég verði með liðinu í undankeppni HM 2010." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira
Kári Árnason segir í samtali við Jyllandsposten í dag að hann sé besti varnartengiliður Ísland og að hann eigi heima í landsliðinu. Kári var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar á dögunum og síðan þá hefur Ólafur valið tvo miðvallarleikmenn fram yfir Kára vegna brottfalls þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Kári segir í samtali við blaðið að val Ólafs hafi komið honum mjög á óvart. „Ég hef spilað vel að undanförnu og tel víst að ég eigi að vera í landsliðinu. En þetta er að sjálfsögðu undir þjálfaranum komið," sagði hann. Hann sagði enn fremur að hann þekki ekki Ólaf persónulega og hafi ekki rætt við hann síðan hann tók við starfi landsliðsþjálfara. Kári segist einnig ósáttur við vinnubrögð KSÍ. „KSÍ sendi símbréf til AGF þar sem stóð að ég hefði verið valinn í landsliðið. Síðan sá ég á heimasíðu KSÍ að ég hefði ekki verið valinn. Þetta er óskaplega áhugamannalegt af þeim." Öllum knattspyrnusamböndum ber að tilkynna félögum að leikmaður kunni að vera valinn í landsliðið komi hann til greina. Það þarf þó ekki að þýða að viðkomandi leikmaður verði á endanum valinn í viðkomandi leikmannahóp. Hann vandar KSÍ ekki kveðjuna. „Í fyrsta skiptið sem ég var valinn í landsliðið datt ég aftur úr hópnum sama daginn. Ég komst að því í blöðunum daginn eftir að ég hefði verið valinn í 22ja manna hópinn en datt út þar sem aðeins 20 voru valdir á endanum. Þetta samband er greinilega ekki í hæsta gæðaflokki," sagði Kári. Hann sagðist þó ætla að fara á leikinn í Parken sem áhorfandi og gantaðist með að hann ætlaði að fara í dönsku landsliðstreyjunni sinni. „Nei, auðvitað held ég með Íslandi. En ég vonast til að ég verði með liðinu í undankeppni HM 2010."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira