KR bikarmeistari kvenna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2007 16:01 Olga Færseth, fyrirliði KR, með sigurlaunin í dag. Mynd/E. Stefán KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira