Innlent

Umhverfisvænir leigubílar

Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar

Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla.

Þegar þrjár leigubílastöðvar sameinuðust nýlega í eina var ákveðið að umhverfisvæða bílaflotann fyrir mitt næsta ár, alls á fjórða tug bíla. Talsmenn stöðvarinnar segja að 113 metanbílar mengi á við einn bensínbíl.

Bensínlítrinn er um þessar mundir á um 125 krónur - samsvarandi eining af metangasi kostar hins vegar 86 krónur.

Um 560 leigubílar eru á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali eru þeir keyrðir um þrisvar sinnum meira en heimilisbílar og menga því á við 1680 bíla. Væru þeir allir knúnir metangasi myndi útblástur þeirra hins vegar jafnast á við tæplega fimmtán fólksbíla.

Björn hvetur stjórnvöld til að styðja leigubílastöðvarnar í að vistvæða flotann, með því að fjölga metanstöðvum, lækka skatta á eldsneytinu, lækka opinber gjöld á bílunum - og keyra á undan með góðu fordæmi og nota vistvæna bíla hjá opinberum stofnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×