Erlent

Deyr Harry Potter?

Óli Tynes skrifar
Hvað verður um galdrastrákinn ?
Hvað verður um galdrastrákinn ?

Útgefendur Harry Potter bókanna munu verja yfir milljarði króna til þess að tryggja að örlögum galdrastráksins verði ekki lekið út áður en síðasta bókin um hann kemur út, eftir viku. Höfundurinn J. K. Rowling upplýsti á síðasta ári að tvær aðalpersónurnar myndu týna lífinu. Þá strax hófst hreinasta ágiskunaræði um allan heim.

Búist er við að sjöunda og síðasta bókin um Harry Potter seljist í tugmilljónum eintaka og auki enn á auðævi Rowling sem er þegar auðugasta kona Bretlands. Veðmangarar segja að menni skiptist nánast til helminga í ágiskunum um hvort Harry muni lifa eða deyja.

Fullorðið fólk er vonbetra en það yngra um að hann muni tóra. Ef Harry deyr telja menn líklegast að hann svipti sig sjálfur lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×