Erlent

Dauðadómar fyrir hópnauðganir

Óli Tynes skrifar
Frá Peking.
Frá Peking. MYND/Gunnar V. Andrésson.

Fimm unglingspiltar hafa verið dæmdir til dauða í Kína fyrir að nauðga yfir fjörutíu unglingsstúlkum á þriggja ára tímabili. Margir félagar þeirra fengu langa fangelsisdóma en yfir þrjátíu piltar voru í genginu.

Í dómsorði segir að framganga þeirra hafi verið einstaklega hrottaleg. Þeir hafi ýmis beitt telpurnar ofbeldi eða gefið þeim lyf og svo hópnauðgað þeim.

Piltarnir voru á aldrinum frá þrettán ára til tvítugs þegar þeir frömdu afbrotin á árunum 2004-2006. Samkvæmt kínverskum lögum er ekki hægt að dæma menn til dauða ef þeir voru yngri en átján ára þegar þeir brutu af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×