Erlent

Peres orðinn forseti Ísraels

Shimon Peres leggur blómsveig að minnisvarða um fallna hermenn fyrir utan ísraelska þingið í dag, stuttu áður en hann tók við embætti.
Shimon Peres leggur blómsveig að minnisvarða um fallna hermenn fyrir utan ísraelska þingið í dag, stuttu áður en hann tók við embætti. MYND/AFP

Shimon Peres tók í dag við embætti sem forseti Ísraels. Embættið er ekki ósvipað því íslenska að því leyti að um heiðursstöðu með takmarkað vald er að ræða. Peres hefur meðal annars fengið Friðarverðlaun Nóbels á löngum ferli sínum sem stjórnmálamaður.

Ingibjör Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra Íslands, fer í ferðalag um Ísrael og Jórdaníu í næstu viku og mun væntanlega funda með Peres á miðvikudaginn kemur. Þar á að ræða aðkomu Íslendinga að hjálparstarfi á svæðinu.

Peres tók við embættinu frá Moshe Katzav sem þurfti að segja af sér embætti eftir að hafa játað á sig kynferðisbrot gagnvart kvenkyns starfsmanni sínum og áreita aðra konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×