Erlent

Líbanski herinn inn í Nahr al-Bared

MYND/AFP

Líbanskar hersveitir fóru í fyrsta sinn inn í flóttamannabúðirnar Nahr al-Bared í morgun. Vitni sögðust hafa séð fána hersins yfir nokkrum sundurskotnum húsum í búðunum. Átökin á milli hersins og uppreisnarmanna í Fatah al-Islam hafa nú staðið í níu vikur.

Innrás hersins inn í búðirnar er talið stórt skref í baráttunni en herinn hefur örsjaldan farið inn í flóttamannabúðirnar þau fjörtíu ár sem þær hafa verið opnar.

Samkvæmt samkomulagi frá 1969 var hernum bannað að fara inn í búðirnar en líbanska þingið ógilti það á miðjum níunda áratugnum. Herinn hefur þó virt samkomulagið hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×