Erlent

Forseti Tanzaníu undirgengst alnæmispróf

Forseti Tanzaníu og leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu fóru í dag í opinbert alnæmispróf. Þjóðaráták gegn HIV/AIDS er nú að hefjast í landinu og með þessu vildu þeir hvetja landsmenn til þess að gangast undir sams konar próf.

Almennt er litið niður á fólk sem er með HIV/AIDS í Afríku. Talið er að 1,5 milljón í Tanzaníu sé með AIDS en aðeins 15% þjóðarinnar hefur gengist undir alnæmispróf.

Heilbrigðisráðherra landsins fullyrti að niðurstöður prófa væru trúnaðarmál og ef einhver greindist með HIV/AIDS þá myndi sá hinn sami hljóta umönnun og ókeypis lyf frá ríkisstjórninni. Takmark stjórnvalda er að framkvæma próf á fjórum milljónum manna fyrir lok nóvember á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×