Erlent

Tveir unglingspiltar ætluðu að myrða hundruð samnemenda sinna

Tveir táningar voru í dag ákærðir fyrir að hafa ætlað að ráðast á skóla í úthverfi New York. Táningarnir eru 15 og 17 ára og voru báðir nemendur í skólanum. Sá yngri var sá sem öllu réði og skipulagði. Hann leitaði vel og lengi að vopnum á internetinu til þess að geta notað í árásinni sem átti að fara fram á níu ára afmæli atburðanna í Columbine skólanum, þann 20. apríl 2008.

Drengirnir tveir unnu saman á MacDonalds veitingastað og lögðu þar á ráðin um árásina. Í henni ætluðu þeir sér að drepa hundruð nemenda. Yngri strákurinn hélt dagbók sem hann skrifaði áætlanir sínar í. Skólayfirvöld komust síðan yfir hana og létu lögreglu fá hana. Drengirnir voru þá handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×