Innlent

Vændiskona játaði

Guðjón Helgason skrifar

Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar hafi átt þátt í að flytja rússneks konu hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi. Konan hefur játað að hafa komið hingað til lands til að selja blíðu sína.

Konan kom hingað á mánudaginn og dvaldist á hóteli í Reykjavík þar sem blíða hennar var seld. Fréttastofa Stöðvar tvö fjallaði um málið á þriðjudagskvöldið og reyndi að ná tali af konunni sem kallar sig Ornellu og var Reykjavíkur-heimsókn hennar auglýst á vefsíðu. Eftir umfjöllun Stöðvar tvö um málið var hún kölluð til yfirheyrslu í gær og samkvæmt upplýsingum fréttastofu játaði konan þá að hún hefði komið til Íslands gagngert þeim tilgangi að stunda vændi.

Vændi er ólöglegt en refsilaust á Íslandi nema þriðji aðili tengist málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengist konan franskri fylgdarþjónustu sem hefur að öllum líkindum gert hana út. Ekki verður mál sótt gegn skrifstofunni. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu.

Mál konunnar verðu sent ákæruvaldinu en ólíklegt er talið að hún verði kærð. Konunni verður ekki vísað úr landi en samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun hún ætla sér af landi brott hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×