Erlent

Stuðningsmenn Ghazi vilja heilagt stríð

Þorpsbúar í Basti Abdullah á leið til jarðarfarar Ghazi.
Þorpsbúar í Basti Abdullah á leið til jarðarfarar Ghazi. MYND/AP

„Al Jihad, al Jihad," eða „Heilagt stríð, heilagt stríð," ómaði um þegar klerkurinn úr Rauðu Moskunni, Abdul Rashid Ghazi, var jarðaður í morgun. Hann lést í áhlaupi pakistanska hersins á moskuna.

Eldri bróðir hans, Abdul Aziz, sem var æðsti klerkur moskunnar, leiddi jarðarförina sem þúsundir tóku þátt í. Hún fór fram í þorpinu Basti Abdullah, sem er þorp á bökkum Indus-ánnar í miðju Pakistan og er nefnt eftir föður þeirra.

Rétt áður en líkkista hans var látin síga niður í gröfina brutu stuðingsmenn hans hana upp til þess að athuga hvort að líkið væri af Ghazi - svo reyndist vera.

Faðir þeirra bræðra var upphaflega yfir Rauðu moskunni en var myrtur árið 1998. Talið er að það hafi verið vegna ofbeldis á milli trúarhópa en sumir vilja meina að öryggissveitir hliðhollar forsetanum hafi myrt hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×